Aumingjavæðing bankastjóra

Punktar

Því meira sem menn fá greitt fyrir ábyrgðarstörf, þeim mun minni ábyrgð bera þeir. Það er niðurstaðan af vörn bankastjóranna Sigurjóns Þ. Árnasonar og Halldórs J. Kristjánssonar fyrir héraðsdómi. Allt sukk Landsbankans var ekki þeim sjálfum að kenna, heldur alls konar undirmönnum, sem áttu að bera ábyrgð. Þeir segjast hafa treyst undirmönnum sínum, sem hafi átt að höndla málin og hafi gert það. Án vitundar hinna goðumlíku ofurlaunamanna. Þannig var Landsbankinn hreinsaður innan í þágu Straums, sem var í eigu ofurfeðga landsins, Björgólfanna. Þessa vörn má kalla aumingjavæðingu bankastjóranna.