Smábanki að nafni Eyrir gaf út eigin skuldabréf og keypti þau svo sjálfur. Þannig framleiddi hann peninga úr engu. Jafnframt tók hann lán í öðrum banka með veði í bréfunum sjálfum. Þannig framleiddi hann ennþá meiri peninga. Þetta gerðist ekki árið 2008. Þetta gerðist í gær. Enn eru bankar reknir á þeirri forsendu, að auðvelt sé að prenta peninga með því að láta þá ganga í hring. Hring eftir hring. Þannig var samspil banka og víkinga fyrir hrun. Og þannig er samspilið líka núna. Ef þjóðfélagið væri heilbrigt, mundu allir þessir bankastjórar sitja í grjótinu. Þeir hafa ekkert lært og engu gleymt.