Hugtakið forsendubrestur er lagatæknilegur orðhengill, notaður til að afsaka greiðslufall. Gengistrygging og verðbætur hafa áratugum saman verið notaðar til að verja höfuðstól lána. Það var ofgert, því að óhófslán eru báðum að kenna, lánara og skuldara. Þetta er viðurkennt með margvíslegum aðgerðum að frumkvæði stjórnarinnar. Lánarar urðu að taka á sig hluta tjónsins. Við þurfum svo að afnema verðbætur til að losna framvegis við slík vandræði. Munum samt, að fólk ber sjálft ábyrgð á viðskiptum sínum, þótt það beri forsendubrest fyrir sig. 250 fermetra íbúð er óráðsía og nýr jeppi er það líka.