Einar Kristinn Guðfinnsson var ráðherra í stjórn Geirs H. Haarde. Sem slíkur bar hann samábyrgð á breyttu regluverki, sem leiddi til gjaldþrots sjóðanna. Þeir voru skafnir innan af hluthöfum, sem áttu að vera fjárhirðar sjóðanna, samkvæmt lýsingu flokksbróður Einars, Péturs Blöndal. Einari Kristni ætti því að vera vel kunnugt um, hvers vegna sparisjóðum fækkaði. Hvers vegna bankar gleyptu gjaldþrota sparisjóði og fækkuðu afgreiðslustöðum. Samt rís hann upp á Alþingi og spyr, hvort öllum sé sama. Kennir ríkisstjórn Jóhönnu um fækkun sparisjóða. Er Einar Kristinn svona heimskur eða svona ósvífinn?