Bara sumir eru gæludýr

Punktar

Stóru bankarnir þrír ljúga linnulaust, að þeir hafi slegið 165 milljörðum af skuldum almennings. Af þeirri tölu er 131 milljarður, sem þeir voru dæmdir til að endurgreiða sem oftekið fé. Eftir standa bara 33 milljarðar, sem er eins og einn kvótagreifi eða einn útrásarbófi fær í afslátt. Bófar landsins fá hlutfallslega margfalt meiri afskriftir en almenningur. Bankabófarnir taka ekki minnsta mark á væli Jóhönnu Sigurðardóttur í útvarpsumræðum. Enda skipaði Steingrímur J. Sigfússon rugludall yfir Bankasýslu ríkisins. Hann tryggir, að skjaldborg er slegin um bankana, en ekki um heimilin í landinu.