Hver ákvað, að nýju bankarnir fengju 1600 milljarða afslátt af útlánum gömlu bankanna til fyrirtækja og 90 milljarða afslátt af útlánum til heimila? Árni Páll Árnason fer með kolrangt mál. Hlutfall fyrirtækja og heimila er langt út af kortinu. Bankar hafa afskrifað 33 milljarða af skuldum heimila, ekki 165 milljarða, sem ráðherrann segir. Mismunurinn felst í dómsúrskurði um ofteknar greiðslur. Nýju bankarnir hafa áreiðanlega svigrúm til frekari afsláttar af verðbólgnum skuldum fólks. Slíkt svigrúm hafa hins vegar hvorki skattgreiðendur að baki Íbúðalánasjóðs né gamlingjar að baki lífeyrissjóða.