Þrugl í héraðsdómara

Fjölmiðlun

Héraðsdómi Reykjavíkur er illa við fjölmiðla. Finnst fráleitt, að blaðamenn rifji upp gamla dóma. Telur líka, að fjölmiðlum beri að láta af skrifum, þegar menn hóta blaðamönnum með málsókn. Þetta kemur fram í dómsorðum Sigrúnar Guðmundsdóttur dómara í máli Margrétar Lilju Guðmundsdóttur gegn Jóni Bjarka Magnússyni blaðamanni. Þótt Hæstiréttur sé slæmur, efast ég um, að hann láti þruglið úr Sigrúnu standa. Fjölmiðlar eiga að hafa fullt frelsi til að rifja upp gömul dómsmál. Og auðvitað að hafa frelsi til að hafna hótunum. Alþingi þarf að taka af skarið og herða á lögum um tjáningarfrelsi.