Siv vill og vill ekki

Punktar

Ég skil ekki Siv Friðleifsdóttur. Hún segir njósnir fyrri sambýlismanns um sig með staðsetningartæki vera ótrúlegar. Er greinilega yfir sig hneyksluð á framferði hans. Réttilega, að mínu áliti. Á sama tíma leggur hún samt fram á Alþingi frumvarp um auknar njósnaheimildir lögreglunnar. Frumvarpið fjallar um efldar njósnir um ferðir fólks og farsímanotkun, svona svipað og hegðun Þorsteins Húnbogasonar. Hvernig getur Siv í senn hneykslast á Þorsteini og lagt fram frumvarp, sem leyfir löggunni slíka hegðun? Eitthvað vantar í þessa mynd. Hví má Gylfi Gylfason það, sem Þorsteinn Húnbogason má ekki?