Verkfræðingar gamna sér

Punktar

Þegar jarðskjálftar Orkuveitunnar eru komnir í fjögur stig á Hellisheiði, er rétt að staldra við. Jarðskjálftarnir eru sterkir í Hveragerði og finnast einnig í Reykjavík. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur. Ég held hann lifi ekki í raunheimi. Fjögurra stiga skjálftar geta skemmt hús og innbú og valda fólki kvíða. Hver á að borga tjónið? Auðvitað Orkumálastofnun og Orkuveitan. Eru þessir verkfræðingar þar tilbúnir að axla fjárhagslega ábyrgð af tilraunum sínum? Verkfræðingar geta gamnað sér við æfingar, en þeir þurfa af og til að koma niður á jörðina.