Í Hardtalk í BBC róaði Steingrímur J. Sigfússon vestræna yfirstétt. Kom fram sem hefðbundinn og ábyrgur pólitíkus. Enda er samkvæmt hefðbundinni hagfræði og peningafræði allt á uppleið hér. Viðskiptajöfnuður er rosalega hagstæður. Atvinnuleysi lítið á vestrænan mælikvarða og minnkandi. Landflótti næstum horfinn. IceSave á leiðarenda. Velferðin að mestu uppistandandi. Hagvöxtur 2,5%. Dómgreind leysir æðibunugang af hólmi í orkumálum. En í Hardtalk var ekki talað um það, sem meiru skiptir: Hvernig ný hag- og peningastjórn geti leyst úrelta stjórn af hólmi. Steingrímur og BBC-Hardtalk skoruðu þar núll.