Bankar eru nauðsynlegir. En þeir eru hættulegir eins og dæmin sanna. Mega ekki leika lausum halda. Mega ekki ógna öryggi ríkisins með fjárglæfrum. Það gerðu íslenzku bankarnir. Og það munu endurreistu bankarnir líka gera, verði þeir ekki stöðvaðir. Þrennt þarf að gera. Í fyrsta lagi afnema ríkisábyrgð, bankar verða sjálfir að safna í fullnægjandi varasjóði. Í öðru lagi afnema bankaleynd, sem er undirrótin að glæpahneigð bankanna. Í þriðja lagi taka upp hert regluverk um banka og aukið eftirlit með græðgi bankastjóra. Hér þarf líka að fleygja ónýtri Bankasýslu ríkisins, mistökum fjármálaráðherra.