Siðrof og trúnaðarbrestur

Punktar

Alger trúnaðarbrestur hefur orðið milli banka og almennings vegna siðrofs bankanna. Ekki bara hér, heldur almennt á Vesturlöndum, svo sem “Occupy Wall Street” sýnir. Siðrofið og trúnaðarbresturinn nær einnig til regluverks og pólitíkusa, sem styðja bankana. Bankasýsla ríkisins er ónýt og Steingrímur J. Sigfússon er búinn að vera. Hér og alls staðar á Vesturlöndum þarf nýtt regluverk um fjármál og siðvætt bankafólk. Alls engin skref hafa verið stigin í þá átt. Bönkum er bjargað fyrir horn og þeir endurreistir í sinni fyrri mynd. Spurningin er þá, hvort andóf fólks leiðir ekki til byltingar.