Próventukarl Evrópu

Punktar

Talað er um Ísland sem samfélag andverðleika. Við erum samt hálfdrættingar á við Grikki. Þar gegnsýrir spillingin kerfið. Skiljanlegt er, að Þjóðverjar, sem fara 67 ára á eftirlaun, vilji ekki borga eftirlaun 58 ára Grikkja. Og þaðanaf síður framhald eftirlaunagreiðslna til dætra látinna eftirlaunaþega. Útbelgdur ríkisgeiri Grikklands er þétt setinn frændum og flokkakvígildum. Engir verðleikar komast þar að. Því kunna starfsmenn fjármálaráðuneytisins ekki að skera niður fjárlög. Þess vegna geta Grikkir ekki staðið við loforð gagnvart útlöndum. Grikkland er hrunið sem ríki. Það er próventukarl Evrópu.