Sammála Bjarna Ben

Punktar

Sammála Bjarna Benediktssyni aldrei þessu vant. Rétt er að leggja Bankasýslu ríkisins niður. Hún hefur frá upphafi ekki skapað annað en vandræði, enda er formaðurinn Þorsteinn Þorsteinsson. Raunar gildir þetta að nokkru um fleiri stofnanir, sem orðið hafa til síðasta áratug. En Bankasýslan slær öll met. Munið þið eftir ruglinu, þegar fulltrúar hennar í bankaráðunum studdu græðgi bankastjóranna? Mál Páls Magnússonar er svo punkturinn yfir i-ið. Tekinn er maður, sem aldrei hefur gert neitt nema fyrir tilstilli stjórnmálaflokks. Og hann beinlínis settur yfir stofnun, sem á að siðvæða geggjaða bankastjóra.