Arion er ekki einn um að ráðast gegn markaðslögmálum og moka peningum í tilraunir til einokunar. Landsbankinn er á sama róli gegn þjóðarhagsmunum. Hann heldur uppi Húsasmiðjunni með gríðarlegu tapi. Fær það aldrei til baka af eðlilegum rekstri. Von bankans er, að linnulaus undirboð Húsasmiðjunnar drepi samkeppnina. Að undirboðin skilji hana eina eftir á markaði. Þá verður verðlagið skrúfað aftur upp til að ná fénu til baka. Þannig stríðir rekstur Landsbankans gegn markaðslögmálum og gegn hagsmunum þjóðarinnar. Og nú er Framtakssjóður lífeyrissjóðanna farinn að taka þátt í landráðum bankans.