Auglýsingastofur gera ráð fyrir, að Íslendingar hafi tæpast miðlungsgreind. Stundum birtast auglýsingar, sem höfða einkum til fábjána. Eina slíka sá ég um helgina. Þar voru fíflin hvött til að “spara” með því að kaupa nýjan bíl. Sýndur var bíll, sem mun lækka í verði um eina milljón, þegar kaupandinn snýr lyklinum í svissinum í fyrsta skipti. Síðan mun bíllinn lækka í verði á hverju ári. Bíll er rekstrarvara og verður aldrei fjárfesting. Alls enginn sparnaður er fólginn í bílkaupum og alls sízt á nýjum bíl. Auglýsingin var dæmi um, að bílasalar vænta þess oft, að almenningur sé alveg úti að aka.