Forseti Íslands hefur fundið nýja sönnun þess, að Íslendingar séu beztir og mestir og klárastir. Áður talaði hann um bankabófa og útrásarbófa sem hinna sönnu Íslendinga, er voru hæfari í viðskiptum en allir útlendingar. Vegna einhverra litninga í fortíð Íslendingasagna. Nú talar hann á sama hátt um íslenzka tölvumenn. Vegna einhverra litninga í fortíðinni séu Íslendingar hæfastir allra til að nýta internetið og vista gagnabanka annarra. Enn sem fyrr nuddar hann þjóðina og fróar henni, því að hún elskar að vera mest og bezt. Ólafur Ragnar Grímsson fellur að heimskri þjóð eins og flís við rass.