Þannig verður Evrópa til

Punktar

Í nótt gerði Evrópusambandið enn einu sinni það, sem það gerir bezt. Höktir frá einni krísu til annarrar. Í hvert skipti löngu eftir síðasta frest. Við hverja krísu hefur sambandið orðið sterkara og gjaldmiðill þess sterkari. Verðgildi evrunnar hefur staðizt og stenst enn. Betur en dollarinn. Í nótt samþykktu helztu bankar álfunnar að afskrifa hálfar skuldir Grikklands. Og björgunarsjóður Evrópu var tvöfaldaður. Þetta mun ekki duga til fulls. Enn og aftur mun Evrópa þurfa að gera það, sem hún gerir bezt. Setjast enn og aftur að samningaborðinu og þrefa um endurbætur. Þannig verður Evrópa til.