Æðibunustefna hefnir sín

Punktar

Æðibunustefna stóriðjusinna veldur okkur varanlegum vanda. Þingvallavatn var áður tært, en Nesjavallavirkjun hefur gert það matt. Á Hellisheiði var vaðið í virkjun án þess að hugsa um hliðarverkanir affallsvatns. Því er brennisteini, arseniki, kadmíum og blýi dælt niður í grunnvatnið og endar á borðum Reykvíkinga. Áætluð afköst orkuvera eru margreiknuð og tölurnar síðan lagðar saman. Ekkert tillit tekið til, að ekki kemur nægur nýr hiti í stað hitans, sem tekinn er. Virkjanir úreldast því á hálfri öld. Ekki reyndist til rafmagn fyrir Bakka og tæpast fyrir Helguvík. Útsöluverð er á orkunni.