Sökudólgurinn fundinn

Punktar

Grikkir eru forstokkaðir, verri en Íslendingar. Gríska þingið hefur fundið sökudólginn. Hann er gríska hagstofan. Fyrirskipuð hefur verið rannsókn á rekstri hennar. Sökuð um að vera handbendi Evrópusambandsins. Hefur að mati þingmanna falsað tölur til að sýna, að Grikkland sé á hausnum. Meirihluti þingheims segir það ósatt. Í eitt ár hefur forstjóri grísku hagstofunnar verið Andreas Georgiou, er áður var yfirmaður hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Sakaður um að hafa breytt grískum hagtölum til að gefa fjölþjóðastofnunum færi á að níðast á Grikklandi. Sætir núna rannsókn, þannig er Grikkland.