Skrúfað upp í topp

Punktar

Plagsiður tæknimanna í sjónvarpi er að stilla meiri hávaða á auglýsingar og tónlist en á talað mál. Ég hrekk enn við, þegar Páll lýkur kynningu hins helzta í kvöldfréttum. Þá er allt skrúfað upp í topp í fréttastefinu. Eins og fréttastefið sé mikilvægara en fréttirnar á undan og eftir. Sama er að segja um auglýsingar. Þær eru skrúfaðar upp í samanburði við talað mál á undan og eftir. Vegna fjölda kvartana tók franska fjölmiðlaeftirlitið á þessu um daginn. Takmarkaði leyfilegan hljóðstyrk sjónvarpsauglýsinga. Ég legg til, að nýja, íslenzka fjölmiðlaeftirlitið taki á sama vanda hér.