Þeir, sem ekki skulda milljarð, verða að gæta sín í viðskiptum við matarhús. Bezta leiðin til að borða á góðum stöðum er að snæða í hádeginu, en ekki að kvöldi. Margir góðir staðir hafa hádegistilboð. Fiskur dagsins kostar 1870 krónur í Sjávargrillinu og 1990 krónur í Fiskfélaginu, 1670 krónur á Caruso, 1800 krónur á Sjávarbarnum, 2350 krónur á Þremur frökkum og 2900 krónur á Holti. Fiskur dagsins með súpu kostar 1990 krónur í Höfninni. Síðan eru hlaðborð á Vox á 3150 krónur og á Sjávarbarnum á 1600 krónur. Lax er á 1990 krónur á Grillmarkaðinum. Fiskmarkaðurinn býður 14 bita sushi á 1990 krónur.