Þeysireiðir fyrri alda

Punktar

Forfeður okkar voru sumir hverjir ferðagarpar. Í væntanlegri bók minni um “Þúsund og eina þjóðleið” segir frá ýmsum görpum Sturlungu. Fremstur þeirra var Þórður kakali, sem þjösnaðist kruss og þvers um landið í leit að fylgi og vopnum. Hann hrökklaðist undan Kolbeini unga suður um Sprengisand. Aftur hrökklaðist hann undan Kolbeini af Suðurlandi vestur í Breiðafjörð. Þá slapp hann naumlega út á Löngufjörur. Samkvæmt samtímaheimild reið hann á 30 tímum frá Þingvöllum í Stykkishólm, um 200 kílómetra leið. Enn ofsafengnari var þó reið Árna lögmanns Oddssonar austan úr Vopnafirði til alþingis á Þingvöllum.