Heimurinn er orðinn svo samtvinnaður, að 2% af íbúum Evrópusambandsins setja hann á annan endann. Grikkland skekur Evrópu, sem skekur allan heiminn. Ekki bætir úr skák, að leiðtogar tuttugveldanna gátu alls ekki komið sér saman um neitt í Cannes. Nema mærðarfulla ritræpu. Bandaríkin, Evrópusambandið, Kína hafa enga lausn og hvað þá ríki eins og Bretland, Frakkland og Þýzkaland. Fjármálakerfi vesturlanda er greinilega komið að fótum fram. Skilyrðislaus undirgefni við hagsmuni bankastjóra, sem fjármagna pólitíkina, hefur siglt kapítalismanum í strand. Aldrei hefur heimurinn verið eins stjórnlaus og nú.