Allar borgir, sem vilja höfða til túrista, þurfa staði, þar sem rútur geta stoppað og fólk farið út að mynda. Í Reykjavík ber Hallgrímskirkja af slíkum stöðum. Þar eru útlendingar ætíð að mynda. Næst kemur Sólfarið á Sæbraut. Þar er góð aðstaða og oft margir að mynda. Góð var hugmyndin um stælingu á Kaldárhöfða-sverði Þjóðminjasafnsins á kafi í Melatorgi. Þurfum nokkrar í viðbót, svo sem risavaxið líkneski af Björk við Hörpuna. Gaman væri að setja Helreið Ásmundar Sveinsson klofvega yfir Vesturlandsveg í Ártúnshöfða. Tíu myndir af minnisverðum stöðum Reykjavíkur mundu bjarga margri Íslandsferð.