Lífeyrissjóðakerfið er ónýtt og hefur alltaf verið. Verkalýðsrekendur nota sjóðina til að braska með atvinnurekendum. Lífeyrisþegar fá nettó lítið sem ekkert út. Á móti hverri krónu, sem þeir leggja fram, tapa þeir krónu frá ríkistryggingunum. Ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega ríkisins utan sjóða nema 178.171 krónu á mánuði. Þeir, sem greiða í lífeyrissjóði, missa það og fá margir ekkert meira úr lífeyrissjóðunum. Sem eru bara aðferð við að spara ríkinu lífeyrisgreiðslur. Því er mikilvægt fyrir fólk að koma sér undan lífeyrissjóðunum. Nota fremur peningana í eitthvað gagnlegt og varanlegt.