Grikkland og Ítalía eru mjög ólík. Í Grikklandi er vandinn kerfislægur. Of skuldsett ríki, léleg skattheimta, útbreidd spilling. Papandreou forsætis er ekki vandinn, heldur Samaras, oddviti stjórnarandstöðunnar. Flokkur hans er Nýtt lýðræði, ígildi Sjálfstæðisflokksins, sem á mestan þátt í spillingunni. Vandi Grikklands eykst með brottför Papandreou. Innviðir Ítalíu eru miklu sterkari. Skuldsetning allra er minni, ríkis, fyrirtækja og fólks. Þar er vandinn fólginn í Berlusconi. Stofnaði flokk í líki fótboltafélags og hefur verið mara á landinu um áratugi. Vandi Ítalíu minnkar við brottför hans.