Eftir hálft annað ár teka bófaflokkar aftur við stjórn ríkisins. Fyrir hönd kjósenda. Eftir það verða aðeins ferns konar greifar þjónustaðir. Öðrum sagt að éta það, sem úti frýs. Kvótagreifar fara í forgang, enda fjármagna þeir pólitíkina. Bankastjórar fara í forgang, enda fjármagna þeir pólitíkina. Stjórnir lífeyrissjóðanna fara í forgang, enda sameina þær hagsmuni bræðralags atvinnurekenda og verkalýðsrekenda. Stjórnir vinnslustöðva og dreifingarkerfis landbúnaðarins fara í forgang, enda liggja þær eins og mara á bændum og neytendum. Eftir kosningar verður allt hér eins og áður var.