Tryggingar hættuferða

Punktar

Iðnaðarráðuneytið undirbýr frumvarp um hættulegar ferðir í landinu. Samkvæmt fréttum er þar samt ekki gert ráð fyrir, að ferðaþjónustuaðilar hættuferða tryggi sig fyrir slysum. Kostnaður við leit og björgun hefur fyrir löngu farið úr böndum. Þeir, sem til dæmis skipuleggja hættuferðir á jökla eða í nágrenni virkra eldstöðva, verða að axla ábyrgð. Mega ekki velta kostnaði við leit og björgun á herðar sjálfboðaliða og skattgreiðenda. Fremur verða þeir að tryggja sig fyrir útgjöldum samfélagsins. Kostnaður trygginganna hlýtur þá að lenda á miðaverði ferðamanna. Bætið þessu við nýja frumvarpið.