Sannleikurinn er kominn í ljós. Nánast engin arðsemi hefur verið árum saman af Landsvirkjun og einnig nánast engin af Kárahnjúkavirkjun. Enda var farið út í ævintýrin á sömu forsendum og venjulega. Sömu forsendum og nú kalla á Vaðlaheiðargöng og hátæknisjúkrahús, Helguvíkurver og Húsavíkurver. Á sömu forsendum og lágu að baki tónlistarhúsinu Hörpu. Allt er þetta gert fyrir verktaka. Engin langtímahugsun er að baki. Enginn skilningur á, að þetta eru framkvæmdablöðrur, sem hafa stuttan ævitíma. Verst við þetta er, að óðagot í þjónustu við verktaka hefur hindrað frambærilega auðlindarentu þjóðarinnar.