Því meira sem nýr landspítali er varinn, því meira eykst andúðin. Nú er hann sagður spara þrjá milljarða á ári í rekstri. Stofnkostnaðurinn nemur sextíu milljörðum, svo að fjármagnskostnaðurinn verður þessir sömu þrír milljarðar. Spítalinn hefur lítið gagn af meiri steypu. Betur nýtast honum hærri laun starfsfólks og endurnýjaður tækjakostur. Della nýs hátæknisjúkrahúss hefur árum saman lifað sjálfstæðu lífi, þrátt fyrir harða gagnrýni. Þegar verst árar í samfélaginu, dettur kerfiskörlum enn í hug að láta steypu koma í stað sómasamlegs rekstrar þess, sem þegar er til. Allt er gert fyrir verktakana.