Farðu upp á Hellisheiði, ef þú vilt finna fornminjar á Íslandi. Stöðvaðu bílinn, þar sem raflínan fer yfir veginn. Þar sérð þú tveggja sentimetra djúpa rennu markaða í steininn. Þetta eru leifar Hellisheiðarvegarins forna. Þessa rennu hafa skeifur markað í hraunið, ekki á hundrað árum, heldur á meira en þúsund árum. Frá upphafi Íslandsbyggðar. Gangir þú rennuna, ertu að feta í fótspor kynslóðanna frá upphafi Íslandsbyggðar. Sagt er frá þessari þjóðleið og öðrum þúsund slíkum í bók minni, Þúsund og einni þjóðleið. Gamli Hellisheiðarvegurinn er hluti af tugþúsunda kílómetra neti fornleifa.