Dómarar á Íslandi eru í tómu tjóni. Bófi sleppur með skilorð fyrir að stela sex milljónum króna og annar fer á Hraunið fyrir sex þúsund krónur. Þegar upphæðir verða háar, eru meiri líkur til, að menn sleppi. Ógeðsleg meðferð barns um borð í skipi kostar enga fangavist, en annar fer á Hraunið fyrir að stela bjórkippu. Dómarar þykjast í mörgum tilvikum vera sérfræðingar, einkum í málum fjölmiðla, og kalla ekki inn meðdómendur. Mest hafa dómarar þó gaman af að þykjast ekki skilja lagatexta. Kasta út málum, þótt vilji og meining Alþingis sé ljós í þingskjölum. Dómarar leysa upp límið í samfélaginu.