Ef menn vilja einkavæða banka, hafa menn ekki lengur tök á eignarhaldi. Þeir kaupa hlutabréf, sem vilja. Þannig eignast vogunarsjóðir í bönkum. Við því er fátt að gera, nema bæta regluverkið. Markaðurinn er frjáls. Ríkið sparaði skattgreiðendum hundruð milljarða með því að veita lánardrottnum bankanna hlutdeild í þeim. Mistökin felast ekki í einkavæðingunni, heldur í skorti á regluverki. Ríkisstjórnin hefði átt að afnema bankaleynd, skattleggja banka og setja þeim skýrar og eftirlitshæfar siðareglur, til dæmis um afskriftir lána. Alvarlegustu mistök ríkisstjórnarinnar felast í þessu aðgerðaleysi.