Hallbjarnarvörður eru þar sem Bláskógaheiði mætir leiðunum Kaldadal, Okvegi og Uxahrygg. Varðanna er getið í fornritum. Þar sátu Hrafn Oddsson og Sturla Þórðarson. Biðu eftir Þorgils skarða til að fara í herför gegn Gizuri jarli. Það var árið 1252. Þá voru vörðurnar áningar- og fundarstaður á fjölförnum krossgötum. Gaman væri að vita, að hve miklu leyti þær eru upprunalegar. Víða eru gamlar vörður, sem hafa verið endurhlaðnar í aldanna rás. Þeirra er getið í bók minni um Þúsund og eina þjóðleið. Gaman væri, ef fornleifafræðin hefði tækni til að kanna, að hve miklu leyti slíkar vörður eru upprunalegar.