Ruglað um Grímsstaði

Punktar

Af öllu ruglinu um Grímsstaði á Fjöllum er reiði Sigmundar Ernis Rúnarssonar og Kristjáns Möller heimskulegust. Segja, að Ögmundur Jónasson hefði átt að halda fund með Huang Nubo. Slíkt er ekki hlutverk ráðherrans. Hans hlutverk var ekki samningamanns, heldur að fara að lögum. En Kristján og Sigmundur hugsa eins og fyrirhrunsmenn. Hitt er svo önnur saga, að Ögmundur las öfugt í lögin. Var andvígur sölunni og fól lagatæknum ráðuneytisins að komast að slíkri niðurstöðu. Úr því varð fullyrðing, sem fól í sér, að útlend lögsaga yrði á Grímsstöðum. Lagatæknar rugla oftast villt, en þetta er óvenju gróft.