Ömurlegar eru opnar heimildir fjármálaráðuneytisins til að ráðskast með ótilgreindar fjárhæðir framhjá fjárlögum. Venjulega snúast þær um heimildir til að yfirtaka gjaldþrota fjármálastofnanir. Slíkar yfirtökur hafa valdið skattgreiðendum miklu tjóni. Þessi vinnubrögð eru að vísu gömul, en þau eru út í hött núna eftir hrunið. Ríkisendurskoðandi gagnrýnir opnu heimildirnar. Steingrímur J. Sigfússon tekur ekkert mark á því, enda er hann af gamla skólanum, þegar pólitískir bófar höguðu sér sem þeim sýndist. Steingrímur er öldungur gamla tímans. Þjóðin þarf að losna sem fyrst við slíka úr pólitík.