Vandinn við Jón Bjarnason ráðherra er ekki, að hann hafi rangar skoðanir. Heldur sá, að allt fer í hnút í höndum hans. Sá meirihluti þjóðarinnar, sem stóð að baki myndun ríkisstjórnarinnar, vildi fyrningu kvótans. Einföld og skýr krafa, öllum ljós. Hefði náð fram að ganga við eðlilegar aðstæður. Að Jóni fjarstöddum. Ágreiningur hefði bara orðið um lengd fyrningartímans. Í stað þess að verða við þeirri frómu ósk, byrjaði Jón að flækja málið með samráði gráðugra hagsmunaaðila. Þar með tóku kvótagreifar öll völd úr höndum þjóðarinnar. Og meirihlutinn á þingi er í höndum Jóns. Klúðrið hefur völdin.