Samkvæmt útreikningum Viðskiptablaðsins virðast tveir fjölmiðlar á landinu gæta jafnvægis milli stjórnmálaflokka. Sjálft Viðskiptablaðið og hljóðvarp Ríkisútvarpsins. Aðrir fjölmiðlar eru hallir undir Sjálfstæðisflokkinn. Þeir segja þrefalt meira frá landsfundi Flokksins en annarra flokka. Það gildir ekki bara um Moggann, heldur líka um ríkissjónvarpið, sem ætti að vera óhlutdrægt, en er ekki. Fjölmiðlar 365-miðla eru næstum eins hallir undir Flokkinn, sömuleiðis DV og Fréttatíminn. Sama er að segja um vefmiðlana og er þar Pressan eindregnasti miðill Sjálfstæðisflokksins. Fróðleg tölfræði.