Vatni bætt í hakkið

Punktar

Neytendasamtökin hafa ítrekað beðið Jón Bjarnason um að laga reglugerð um kjötvörur. Gæðakönnun á nautahakki í marz 2010 sýndi, að í flestum tilvikum var vatni bætt í nautahakk. Oftast var það bundið með kartöflutrefjum í nautahakkinu. Þetta var gert í skjóli gats í reglugerð ráðuneytisins. Og er vafalaust gert enn. Neytendum er selt viðbætt vatn í nautahakki. Ráðherrann hefur í engu svarað ítrekuðum óskum Neytendasamtakanna um að stoppa í gatið á reglugerðinni. Þannig hefur málið staðið í hálft annað ár. Við vitum lítið um áhugamál Jóns Bjarnasonar, en við vitum þó, að neytendamál eru þar engin.