Íslands auðlindaböl

Punktar

Íslendingar hafa ekki burði til að höndla eigin auðlindir. Mistekizt hafa tilraunir til ná fiskinum úr höndum kvótagreifa. Vatn og hiti hafa verið virkjuð með ferlegum fjármagnskostnaði, en út komið lítil vinna og nánast enginn arður. Sumpart stafar þetta af taugaveiklun og æðibunu, en mest þó af greindarskorti. Samningar við stóriðju hafa verið illa og fljótfærnislega gerðir. Samskipti við kvótagreifa hafa verið einleikur af hálfu greifanna. Sjávarútvegs- og stóriðjuráðherrar okkar hafa lengi verið illa gefnir. Enda er þjóðin ófær um að kjósa rétt. Það er undirstaðan að Íslands auðlindaböli.