Klikkaða hagfræðin

Punktar

Klikkið í þjóðfélaginu er svo lífseigt, að hagfræðingar tala enn um, að auka þurfi sukk til að ná upp hagvexti. Fólk þurfi að slá pening og eyða meira og spenna. Þetta segja þeir í alvöru, enda er þensla og bólga vinsælt markmið hér. Flestir klappa fyrir hagvexti, þótt hann mæli bara aukið sukk, en ekki aukinn auð. Með hagfræðilegum hugtökum af þessu tagi er ekki hægt að búast við, að okkur farnist vel. Sérhver hagsýn húsmóðir getur sagt fræðingunum, að menn þurfi fyrst að eiga aur, áður en honum er eytt. Galið fjármálakerfi heimsins byggist á að afneita náttúrulegu gildismati hagsýnna húsmæðra.