Kastljós á Bjöggana

Fjölmiðlun

Kastljósið er með góða spretti í rannsóknablaðamennsku. Nánari upplýsingar um fjárglæfra Bjögganna reynast vera mesti reyfari jólavertíðarinnar. Veldi þeirra byggist á stolnu brugghúsi í Sankti Pétursborg. Fór þaðan um spillta Búlgaríu til Actavis og Landsbankans á Íslandi. En sagan er lengri en þetta. Ævintýralegt er, hvernig feðgarnir sneru forustumönnum Sjálfstæðisflokksins um fingur sér, einkum Geir H. Haarde. Bjöggarnir og Flokkurinn voru tifandi tímasprengja. Makalaust er að sjá, hvernig tengsli stjórnmála og viðskipta gátu framkallað blöðru, sem sprakk framan í þjóðina í októberbyrjun 2008.