Framtíð Samfylkingarinnar

Punktar

Reikna með, að Samfylkingin vilja fresta kosningu um Evrópusambandið fram yfir alþingiskosningar. Í þeim getur hún þá sem eini Evrópuflokkurinn tryggt sér fylgi öflugs minnihluta þjóðarinnar, til dæmis 25%. Verði þá ekki hætt við umsóknina, verður kosið um hana síðar og þá kolfellur hún. Þá loksins er Samfylkingin laus allra mála. Getur að nýju hafið samstarf við aðra flokka um ríkisstjórn. Núverandi ofurást hennar á Evrópu gerir hana samstarfs-óhæfa og getulausa til að ná fram brýnum stefnumálum. Mikilvægt er, að verðandi þingmenn hennar verði þá ekki hallir undir nýja hrunstjórn. Þeir eru það nú.