Vil taka fram, að hvorki hér né áður í bloggi er ég að fella dóm í verðandi nauðgunarmáli Einars Egilssonar. Vil bara benda á eitt, sem er sameiginlegt Dominique Strauss-Kahn, Julian Assange og Agli Einarssyni. Þetta eru allt karlrembur, sem eru of fjölþreifnar í garð kvenna. Í öllum tilvikum er deilt um samþykki eða ekki samþykki. Þar kann að vera víðáttumikið svæði grátt. Fjölþreifni var talin vera í lagi í gamla daga og jafnvel til fyrirmyndar. Sá tími er liðinn. Karlrembur, sem haga sér í prívatlífinu eins og Strauss-Kahn, Assange og Egill, fá fyrr eða síðar á sig rothögg. Eiga að vita það.