Agi er ekki erfiður

Punktar

Auðvelt á að vera að setja upp reglur um agaðri fjármálastjórn evruríkjanna. Reglurnar þurfa ekki að ná til Evrópusambandsins í heild. Þar er hvort sem er komið tveggja þrepa kerfi innri landa og ytri landa. Reglurnar þurfa ekki staðfestingu þjóða, sem ætla hvort sem er ekki að vera með. Bretland má áfram hafa sína sérstöðu. Í þessu þarf að vera sveigjanleiki eins og í öðru. Hugsanlegt er, að Grikkland og jafnvel Ítalía færist úr innri hringnum yfir í ytri hringinn. Þar verða þjóðirnar að velja milli erfiðra kosta. Með meiri aga á ríkisfjármálum og bönkum á ekkert að geta orðið evrunni að fótakefli.