Hér á landi vantar tölfræðilegan samanburð á dómum. Finna þarf, hvernig mál fá misjöfn örlög eftir dómurum og hvert er svigrúmið. Finna þarf, hvernig dómar fylgja eða fylgja ekki upphæðum, sem í húfi eru. Finna þarf, hvernig mismunandi héraðsdómurum farnast í Hæstarétti. Samandregið vantar eftirlit með dómurum. Margir þeirra hafi tæpast gripsvit og dæma út og suður. Slíkt er auðvitað afar skaðlegt fyrir réttarríkið, eyðileggur límið í samfélaginu. Eftirlit og birting á margvíslegri tölfræði um dóma eru kjörin svipuhögg á þennan þátt ríkisvaldsins. Hann er sá, sem langmest leikur lausum hala.