Dómarar valda upplausn

Punktar

Heimskir rangindamenn í stétt héraðsdómara valda upplausn í samfélaginu. Með röngum dómum í meiðyrða- og móðgunarmálum siga þeir útrásarvíkingum og öðrum fjárglæframönnum á sögumenn válegra tíðinda. Þöggunin á uppruna sinn hjá dómurum, sem sjálfvirkt skella milljón króna sekt á hvern fréttamann. Þannig er Gunnlaugur Sigmundsson framsóknarfaðir kominn í málaferli, einnig Pálmi Haraldsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Björn Ingi Hrafnsson hótar líka öllu illu, haldi menn ekki kjafti. Jafnvel Vítisenglar æsa sig í skjóli dómara. Geðbilað ofbeldisfólk rakar inn sektum. Upplausnin er dómurum um að kenna.