Undarlega langvinnar deilur um ógætilegt orðbragð í kristinfræði í Háskóla Íslands vekur spurningu. Af hverju er kristinfræði og starfshættir presta kennt við háskólann? Þetta er ekkert háskólanám, bara tæknilegt uppeldi á prestum í einni trú. Trúarbragðasaga á heima í sagnfræði, trúarsiðferði í siðfræði, enda er siðfræði alls ekkert einkamál kristni. Restin á heima í tækniskóla eða öðrum sérskóla fyrir starfsmenn þjóðkirkjunnar. Deilan um dónalegt orðbragð í kristinfræðikennslu varpar skugga á orðstír Háskóla Íslands. Búast má við fleiru af því tagi meðan kristinfræði er þar kennd.