Óviðeigandi reglur

Punktar

Hinn goðumlíki Gunnar Birgisson, fyrrum jarl af Kópavogi, á setningu ársins: “Reglur eiga kannski ekki alltaf við”. Þetta er auðvitað stefna útrásarinnar og pilsfaldakapítalismans í fáum orðum sögð. Reglur eru bara eitthvað, sem snillingar og athafnafíklar eiga að fá að “fara á svig við”. Gunnar sætir nú ákæru fyrir misnotkun á lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogs. Eins og aðrir snillingar bregzt hann illa við afskiptum smámenna af svigrúmi hans til athafna. Gunnar segir stjórn sjóðsins hafa vitað, að hún fór ekki að lögum. En fjárfestingarkostir Kópavogs hafi á þeim tíma ekki boðið upp á löghlýðni.